Tengja eigindi
  • 29 Aug 2023
  • 7 Mínútur að lesa
  • Myrkur
    Ljós
  • Pdf

Tengja eigindi

  • Myrkur
    Ljós
  • Pdf

Samantekt greinar

Tengja eigindi saman

Í þessu undirskrefi eru eigindi tengd saman þ.e. eigindi sem koma með BIM hlutum líkansins yfir á eigindi sem eru skráð í MainManager (til að hugbúnaðurinn þekki þessi eigindi við úrvinnslu). Sem dæmi um slík eigindi væru t.d. dags stofnað, tegund hlutar, auðkenni, flatarmál, rúmmál, nafn eða aðrar tæknilegar upplýsingar.

Þegar þetta undirskref er valið þá er svæðinu skipt í tvennt. Á vinstri síðu má sjá öll eigindi sem eru til í líkaninu (líkanið er valið í síu) og talan fyrir aftan nafnið gefur til kynna hversu margir BIM hlutir hafa þessi eigindi. Vinstra tréð er stigskipt þ.e. öll eigindi sem tilheyra BaseQuantities hópnum, verða flokkaðir undir möppu með nafninu BaseQuantities.

Á hægri hlið má sjá hvernig eigindi eru skráð. Tenging á eigindum krefst þess að það sé a.m.k. tenging við tegund viðfangs (MainManager type code*) þannig að það sé hægt að stofna viðföng í MainManager úr kóðanum. 

Það er einnig mögulegt að nota vörpunarskilgreiningu (valið í síu), og þar gæti verið krafist annarra eiginda eins og t.d. auðkenni, vörunúmer og einingar (metrar, flatarmál). Vörpunarlistinn hægra megin er flokkaður á staðsetningareigindi, skipulagseiningareigindi og kerfiseigindi. 

Það er mögulegt að sjá hvaða eigindi eru skráð á BIM hlutinn (í völdu BIM líkani). Það er gert með því að hægri smella á hlutinn, í vinstra trénu, og opna <Sýna hluti með eigindi>.

Þá opnast listi yfir öll eigindi fyrir hlutinn (<GrossArea>).

Það sem notandinn gerir hér:

Vörpunarskilgreining

Fyrst þarf að velja BIM verkefnið og líkanið í síunni svo það sé hægt að skoða eigindin úr líkaninu vinstra megin. 

Þá getur notandinn skoðað hvort einhver af núverandi vörpunarskilgreiningum (ef einhver eru til staðar) passa við líkanið sem þú er að vinna með. Þá er vörpunarskilgreiningin valin í síunni og hægt að sjá hvernig það er skilgreint á hægri hlið síðunnar. Ef módelið er þegar tengt vörpunarskilgreiningu, þá er það sjálfkrafa valið í síunni. Ef notandinn vill hafa aðra vörpunarskilgreiningu fyrir BIM líkanið, þá verður notandinn að opna skráningargluggann fyrir BIM líkanið og breyta því.

Eigindi sem tilheyra BIM líkönum geta verið mjög mismunandi frá einu líkani til annars svo það er mjög líklegt að stofna þurfi til nýja vörpunarskilgreiningu. Það er gert með því að ýta á aðgerðavalmyndina fyrir ofan flettilistann "Vörpunarskilgreining" (í síunni), opna <Sýna gögn í ítarlegum lista> og smella svo á plúshnappinn til að <Skrá nýja vörpunarskilgreiningu>.

Tilgangur:

Hér er hægt að skrá nýja vörpunarskilgreiningu. Hún er svo notuð til að skilgreina hvernig eigindi BIM hluta eiga að tengjast yfir í MainManager og nýtast til að stofna viðföng eða upplýsingar í reiti eftir því sem við á. 

Til að byrja með er vörpunarskilgreiningu gefið nafn og númer. Eftir það er spjaldinu skipt í tvo hluta, einn fyrir stillingar fyrir staðsetningarhluti og hinn fyrir kerfishlutastillingar.

Stillingar fyrir staðsetningarhluti

Auðkenni krafist

Kóðun fyrir staðsetningarstrúktúr (IfcBuilding, IfcBuildingStorey og IfcSpace) gerir ráð fyrir að staðgreinir sé eigindi fyrir byggingar, hæðir og rými. Ávinningurinn af því að skrá staðgreini á staðsetningarhluti er til dæmis ef staðsetningarstrúktúr er þegar til (að hluta eða öllu leyti) í MainManager. Þá athugar innlesturinn hvort t.d. rými sé þegar til í MM og ef svo er þá er skráningin ekki gerð aftur á því rými. Annar möguleiki er sá að í stað þess að krefjast staðgreinis í líkaninu þá er hægt að nota drag/drop aðferð í skrefinu <Úrvinnsla staðsetningarhluta> til að tengja BIM staðsetningarhluti við núverandi staðsetningarstrúktúr í MainManager (ráðlagður valkostur).

Hægt er að bæta eignarhaldi við BIM hlut. Þetta þýðir að ákveðnar staðsetningar innan BIM líkansins geta verið skráðar á notendur með td kennitölu.

Öll tákn eru leyfð fyrir hvert þessara auðkenna nema punktur (.) vegna þess að í dæminu hér að ofan þekkir FM kerfið þetta einstaka rými í gegnum samsettan staðgreini..

Dæmi um þetta væri t.d. ef númer viðfangsefnis (lóðar) væri 3261 og þá gæti auðkenni rýmisins verið samsett svona:

3261.B1.E3.10 (viðfangsefni: 3261, bygging: B1, hæð: E3, rými: 10).


Yfirskrifa nafn rýmis þegar lesið inn aftur

Ef hakað er við þetta þá verður nafn rýmis yfirskrifað þegar staðsetningarstrúktúr er uppfærður (til dæmis þegar BIM líkan er lesið inn aftur eftir breytingar).


Nota nafn BIM hlutar sem númer rýmis

Ef hakað er við þessa stillingu þá verður nafn BIM hlutarins notað sem nafn rýmisins í MainManager. Þetta á bæði við þegar verið er að búa til rými eða uppfæra.


Stillingar fyrir kerfi (byggingahluta)

Byrja þarf á því að velja hvernig tegund af byggingahlutum eru í líkaninu. Fjórir mismunandi staðlar eru studdir. 

  • SfB (Danskur staðall)
  • CCS (Danskur staðall)
  • NS (Norskur staðall)
  • Uniclass (UK staðall)

Vörpunarskilgreiningin þarf einnig að vita á hvaða sniði tegundakóðarnir eru. Eftirfarandi uppsetningar eru leyfðar

  • SfB tegund án sviga (t.d. 332)
  • SfB tegund með sviga (t.d. (33)2)
  • SfB tegund án sviga og með vörunúmeri (t.d. 332.1111)
  • SfB tegund með sviga og vörunúmeri (t.d. (33)2.1111)
  • SfB tegund með sviga og punkti (t.d. (33).2)
  • SfB tegund með sviga, punkti og vörunúmeri (t.d. (33).2.1111)
  • CCS tegund án vörunúmers (t.d. %AB or % A.AB)
  • CCS tegund með vörunúmeri (t.d. %AB1111 or %A.AB1111)
  • NS TFM kóði með vörunúmeri (t.d. +0010=244.001-DI001T)
  • Uniclass kóði
    1. Vörpun er gerð fyrir EF, Pr og Ss númer sérstaklega

Í sumum tilfellum er vörunúmerið ekki partur af tegundakóðanum heldur er skráður sem sér eigindi. Þá er hægt að varpa honum eins og öðrum eigindum. 

Vörpunarskilgreiningin getur einnig ákveðið hvort <Product number> og/eða <Quantity unit> er krafist úr BIM líkaninu. Það er nauðsynlegt ef nota á gögnin til að reikna út umhverfisáhrif (EPD). 

Eigindi BIM hluta dregin yfir til hægri á MainManager eigindi

Þegar vörpunarskilgreiningin sem ætti að nota fyrir þetta líkan hefur verið valin í síunni er hægt að byrja að skilgreina hvernig vörpunin á að vera milli líkansins og MainManager. Þetta er gert með því að draga frá vinstri til hægri eða öfugt þannig að til dæmis er eigindi úr líkaninu dregið frá vinstri yfir á nóðu í vörpunarlistanum hægra megin. Fleiri eigindi frá BIM hlutum geta tilheyrt sama eigindi í vörpunarskilgreiningunni hægra megin en þau geta einnig verið tengd fleiri en einu eigindi í vörpunarskilgreiningunni.

Þegar mörg eigindi úr BIM hlutunum eru vörpuð yfir á eitt eigindi í vörpunarskilgreiningunni þá er mögulegt að ákveða forgangsröðun fyrir hverja vörpun. Forgangsröðunin er sett upp sjálfkrafa í vörpunarskilgreiningunni en hægt er að breyta henni handvirkt með því að hægrismella á nóðuna og opna spjaldið fyrir vörpunina. Forgangsröðunin er notuð á eftirfarandi hátt:

  • Ef vörpunin er með gildi, þá er hæsti forgangur notaður (Forgangur 1 er hæsti forgangur, 2 næst o.s.frv.)
  • Annars er næsta vörpun notuð þar til vörpun hefur gildi
  • Dæmi (byggt á myndinni hér að neðan):
    • <LongName> vörpun hefur <Forgang 1> en ef ekkert gildi finnst þar fyrir rými, þá er <Name> notað

Skráning vörpunarskilgreiningarinnar stjórnar hvaða eiginda er krafist úr líkaninu. Það er alltaf nauðsynlegt að draga <MainManager type code> yfir á eitthvað eigindi BIM hlutar, en það gætu verið fleiri nauðsynlegar kröfur og þær eru þá auðkenndar með stjörnu (*) í hægra trénu.

Að auki ættu staðsetningar viðföng að innihalda viðbótareigindi eins og skilgreint er í leiðbeiningunum. Dæmi um slík eigindi eru t.d.

Fyrir hæðir:

  • Brúttó flatarmál
  • Brúttó rúmmál

Fyrir rými:

  • Nettó flatarmál
  • Notkun rýmis (tegund)

Þegar vörpunin er framkvæmd þá ákveður notandinn hvort eigindi eigi að yfirskrifa núverandi gildi með því að hægrismella á vörpunargildið og breyta stillingu (sjálfgefið er kveikt). Til dæmis, ef númer rýmis er þegar skráð í MainManager, þá er það ekki yfirskrifað þegar úrvinnsla úr BIM líkaninu fer fram nema þessi reitur sé merktur.

Hér að neðan er lýsing á hinum ýmsu eigindum fyrir varpanir (enska heiti notað)

Eigindi fyrir staðsetningar 

  • Identification: Varpað yfir í <Locator> fyrir byggingar, hæðir og rými
  • Room number: Varpað yfir í <Usage space number> fyrir rými
  • Room number 1: Varpað yfir í <Operation space number> fyrir rými
  • Room number 2: Varpað yfir í <Geographical space number> fyrir rými
  • Space usage: Varpað yfir í <Space usage> fyrir rými. Hér er leitað að fyrirframskilgreindri notkun rýmis (Space usage) með sama nafni í MainManager. Ef það finnst ekki, þá er ekkert skráð.
  • Space type: Varpað yfir í <Space type> fyrir rými. Hér er leitað að fyrirframskilgreindri tegund rýmis (Space type) með sama nafni í MainManager. Ef það finnst ekki, þá er ekkert skráð. 
  • Gross area: Varpað í viðkomandi reit fyrir hæðir og rými
  • Net area: Varpað í <Net area>, <Cleaning area> og <BRA> fyrir rými

Eigindi skipulagseininga

  • Object owner identification: Skipulagseining sem nýtir (eða leigir) rými getur tengst viðkomandi rýmum í gegnum BIM úrvinnsluna. Þegar nota á þetta er nauðsynlegt að skipulagseiningar séu til staðar með sama auðkenni í MainManager og er í líkaninu. 

Eigindi byggingahluta (kerfa)

  • Name: Ef þessu er varpað þá mun BIM hluturinn fá þetta nafn í stað hefðbundna heitis á BIM hlut.  
  • Main manager type code*: Eins og áður hefur komið fram, þá er hér um að ræða auðkenni fyrir tegund kerfis sem tekið er frá BIM hlut.
  • Product number: Eins og áður hefur komið fram, þá er hægt að ná í vörunúmer sérstaklega ef það er ekki innifalið í tegundakóðanum (Main manager type code). 
  • Main manager subtype name: Ef notað, þá þarf að vera sama uppbygging á undirtegund og skilgreind er í MainManager.

Önnur eigindi í vörpuninni byggjast upp á þeim reitum/upplýsingum sem þú notar. Til dæmis, ef þú notar reitinn<Date installed> á byggingahlutum <Technical systems>, þá er líklegt að þú getir varpað eigind í BIM hlutnum yfir á viðkomandi eigindi (reit) í vörpunarskilgreiningunni.

 

Þegar unnið er með vörpunarskilgreiningar þá er hægt að sjá hvar þau eru notuð með því að opna skráningargluggann og velja <BIM models>.

Þegar vörpunarskilgreiningin er tilbúin og búið að draga öll þau eigindi á milli sem ná á í úr líkaninu, þá er hægt að hefja úrvinnslu líkansins til að skrá staðsetningar og kerfi. 



Var þessi grein gagnleg?