- 12 Aug 2022
- 1 Mínútur að lesa
- Prentaðu
- MyrkurLjós
- Pdf
Skráning mannvirkja
- Uppfært þann 12 Aug 2022
- 1 Mínútur að lesa
- Prentaðu
- MyrkurLjós
- Pdf
Hægt er að handskrá viðfangsefni/lóð/eign beint í MainManager. Áður en eign er skráð mælum við með að stofna málaflokk fyrst ef hann er ekki til staðar. Það er gert með því að fara inn í Viðfangsefnaskrá (1) - Málaflokkar (2) og smella á + hnappinn (3)
Skráningargluggi opnast til að stofna nýjan málaflokk. Skrifaðu nafn málaflokks og veldu viðeigandi svæði og ýttu í lokinn á Vista(4)
Stofna viðfangsefni/lóð
Næsta skref til að stofna viðfangsefni/lóð/eign er að fara inn í Viðfangsefnaskrá - Viðfangsefni(5) og velja þann Málaflokk sem eignin á að vera staðsett í(6) og smelltu á +hnappinn(7)
Skráningargluggi opnast til að stofna nýja viðfangsefnið/lóðina. Fylltu inn viðeigandi svæði og ýttu á Vista(8)
Stofna byggingu
Eftir að búið er að stofna viðfangsefnið/lóðina er farið í að stofna byggingu/ar á lóðinni.
Veldu Staðsetningar(9)-Byggingar(10)
Veldu Viðfangsefni/lóðina þar sem byggingin á að vera staðsett(11)
Ýttu á aðgerðina Stofna byggingar/hæði/rými/rýmishluta útfrá vali(12)
Skráningargluggi opnast til að stofna byggingu: Settu hak í Bygging(13) og veldu fjölda bygginga(14) sem á að stofnast. Í lokin þarftu að ýta á Stofna(15)
Stofna hæðir
Til að stofna hæðir smelltu á Hæðir(16)
Veldu Viðfangsefni(17) og bygginguna undir Staðsetningu(18). Smelltu á aðgerðina Stofna byggingar/hæði/rými/rýmishluta útfrá vali(19)
Skráningargluggi til að stofna hæðir birtist. Hakaðu í Hæðir(20) og skráðu jfjölda hæða(21). Í lokin þarftu að smella á Vista(22)
Stofna rými
Á sama hátt eru rými stofnuð. Smelltu á Rými(23).
Veldu Viðfangsefni(24) Staðsetningu hæð(25). Smelltu á aðgerðina Stofna byggingar/hæði/rými/rýmishluta útfrá vali(26)
Skráningargluggi til að stofna rými birtist. Hakaðu í Rými(27) og skráðu fjölda rýma(28). Í lokin þarftu að smella á Vista(29)