Viðfangsefni (eign/lóð)
  • 12 Aug 2022
  • 1 Mínútur að lesa
  • Myrkur
    Ljós
  • Pdf

Viðfangsefni (eign/lóð)

  • Myrkur
    Ljós
  • Pdf

Samantekt greinar

Viðfangsefni  (Eign/Lóð)

Viðfangsefni er mest notaða einingin í MainManager. Flest önnur gögn í hugbúnaðinum tengjast viðfangsefni á einhvern hátt. MainManager býður upp á að handskrá viðfangsefni og allan eignastrúkturinn, lesa gögn inn útfrá Excel en einnig að lesa gögn inn frá Þjóðskrá, AutoCAD teikningum  og BIM líkönum. 

Í þessari einingu birtist listi yfir öll viðfangsefni( sem í flestum tilfellum eru eignir/lóðir) og eiginleikum þeirra. Lóðir, byggingar, hæðir, rými, byggingarhlutar og útisvæði hafa öll eigið skref þar sem hægt er að vinna með gögnin og breyta. MainManager býður upp á staðlaða uppsetningu við skráningu gagna( CCS staðal ) en hugbúnaðurinn styður einnig aðra staðla.  

Viðfangsefni er efsta skrefið og ein af grunnskráningum í kerfinu til að geta hafist handa að nota ferla MainManager hugbúnaðarins.


Dæmi um skráningarspjald fyrir viðfangsefni/lóð

 

 

Eign getur haft margvísleg eigindi en algengast er að amk sé skráð nafn og heimilisfang (ásamt GPS hnitum).

Fasteignaauðkenni er hægt að nota sem einstakt auðkenni fyrir eignina. Mögulegt er að skrá fleiri auðkenni svo sem Landnúmer o.fl. 

Tegund viðfangsefnis: hér er hægt að flokka eign í mismunandi flokka sem býður upp á síunarmöguleika  og auðveldar KPI samanburðarmælingar milli eigna ef óskað er.

Svæði er vídd sem er notuð til að flokka eignir inn í landfræðileg svæði. 

Málaflokkur sýnir hvaða eignasöfnum eignin tilheyrir. Tengja þarf eignir í þá málaflokka sem þeir tilheyra. ATH að admin notandi sér alla málaflokka og þar með allar eignir, en mismunandi notendahópar fá aðgang að vissum málaflokkum. Því er mikilvægt að admin notandi tengi ávallt eign í réttan málaflokk/a þegar eign er stofnuð í kerfinu. Eign getur verið í meira en einum málaflokk.

Hægt er að stofna eign á nokkra vegu til að mynda með því að lesa inn gögn með skilgreindum MainManager aðgerðum.

Listi yfir viðfangsefni/lóðir og aðgerðastika er opin sem sýnir mögulegar innlestraraðgerðir

 


Aðgerðin Lesa inn viðfangsefni frá klippiborði er einföld leið til að lesa inn eignir og tengir þær við skilgreindan málaflokk.

Ef eignir eru lesnar inn með GPS hniti birtast þær á MainManager kortinu.

 


Lesa inn gögn úr Excel

Hægt er að lesa inn eignir frá Excel. MainManager býður bæði upp á staðlað Excel snið til innlestrar en notandi getur einnig skráð og uppfært gögn út frá eigin dálka uppsetningu sem hann hefur sett upp í MainManager.

Aðgerð sýnir innlestraraðgerð þar sem hægt er að líma inn gögn t.d. frá Excel til að stofna eignastrúktúr

 

 

Hægt er að uppfæra gögn í kerfinu með því að lesa inn frá Excel 

 

 





Var þessi grein gagnleg?

What's Next