Lesa út gögn
  • 12 Aug 2022
  • 1 Mínútur að lesa
  • Myrkur
    Ljós
  • Pdf

Lesa út gögn

  • Myrkur
    Ljós
  • Pdf

Samantekt greinar

Lesa út gögn

Í MainManager er almenn aðgerð til að lesa út gögn úr gagnasvæðinu/ listum / dálkum. Aðgerðina er hægt að nota til að lesa út valdar færslur eða fyrir allar færslur í gagnasvæðinu. Ef lesa á út valdar færslur er hakað í þær færslur og smellt á táknið sýnt hér að neðan.

Aðgerð fyrir ofan lista til að lesa út gögn. Notandi hefur valið ákveðnar færslur.

 Notandi getur valið um hvort að gögnin eigi að birtast í Excel, CSV skrá, klippispjaldi eða Google. Ef hakað er í Hafa ID í fyrsta dálki lesast gögn út með ID hverrar færslu fyrir sig. Þetta er notað ef gögn eru t.d. lesin út í Excel, upplýsingum bætt við og gögn lesin inn aftur.

Valmöguleikar við að lesa út gögn

 Til að lesa út öll gögn úr lista nægir að smella á sama tákn og sýnt er hér að ofan án þess að haka í færslurnar.

Lesa út öll gögn í lista

Lesa út flokkuð gögn

Það er einnig hægt að lesa út gögn sem hafa verið flokkuð (Flokka eftir) og er það gert á sama hátt og lýst er hér að ofan. Í Excel munu birtast tvær skrár (sheet), ein með öllum gögnunum og önnur með pivot töflu.

Dæmi um ábendingalista sem hefur verið flokkaður í tveimur þrepum og lesinn út í Exel

Myndband

Myndband sem sýnir hvernig gögn eru lesin út og inn í MainManager





Var þessi grein gagnleg?