Tilgangur og lýsing
  • 07 Oct 2022
  • 1 Mínútur að lesa
  • Myrkur
    Ljós
  • Pdf

Tilgangur og lýsing

  • Myrkur
    Ljós
  • Pdf

Samantekt greinar

Skjalastjórnun

Skjalstjórnun MainManager er hægt að nota fyrir allar FM tengdar skrár s.s skjöl, teikningar, myndir o.fl.. Hægt er að geyma og flokka þessi skjöl á kerfisbundinn hátt og tengja þau með tilvísun í staðsetningu, byggingarhluta, samninga, verkbeiðnir o.s.frv.. Einnig er auðvelt að nota kerfið til að viðhalda útgáfusögu á skjölum. 

Skrám í kerfinu er skipt í þrjár grunngerðir: Skjöl, myndir og teikningar. Hver grunngerð hefur sína eigin einingu í kerfinu og undir hverri grunngerð er hægt að skrá skjalategund og undirtegund. Þegar notandi vistar skrá inn í kerfið ákveður hann hvaða grunngerð og skjalategund hún tilheyrir.

Tilgangur skjalastjórnunar: 

  • Tengja skjöl við byggingar, verkefni og aðra hluti í MainManager. Þau eru síðan notuð í daglegum ferlum
  • Vista og raða skjölum með skjalaflokkun
  • Stjórna aðgangi að skjölum í gegnum málaflokka
  • Gefa aðgang að skjölum í gegnum verkbeiðna appið. 
  • Leita að skjölum þvert á einingar
  • Leita af texta í lýsingu skráa

Notandinn hefur möguleika til að:

  • Halda utan um mismunandi skjalaútgáfur með því að nota útgáfustjórnun
  • Skoða útgáfusögu og hlaða niður gömlum útgáfum af skrám
  • Sækja / Hlaða niður frá Google Drive
  • Leita skilvirkt að skjölum með því að nota síuna í skjalaleit
  • Setja inn gildistíma á skjal og senda áminningu á netfang
  • Senda skjöl á netfang kerfisins þannig að þau séu búin til sem skjöl til frekari vinnslu






Var þessi grein gagnleg?

What's Next