Tilgangur og lýsing
  • 12 Aug 2022
  • 1 Mínútur að lesa
  • Myrkur
    Ljós
  • Pdf

Tilgangur og lýsing

  • Myrkur
    Ljós
  • Pdf

Samantekt greinar

Eignaskráning í MainManager gefur heildrænt yfirlit yfir eignasafnið þitt. Í skráningarferlinu er notandinn leiddur í gegnum ákveðin skref til að klára uppsetningu hverrar eignar sem auðveldar uppsetningu á lóðum, byggingum, hæðum, rýmum og opnum svæðum. Notandinn getur einnig búið til tæknikerfi/byggingahluta og staðsett þau í byggingunni og tengt skjöl við. 

Byggingar og byggingarhluta er hægt að stofna í MainManager með BIM innlestri, Excel innlestri, handvirkt eða með innlestri á sérútbúnum AutoCAD teikningum. Viðskiptavinur notar oft sambland af þessum aðferðum.

Mikilvægt er að skilja að Mannvirkjaskrá er ein af grundvallarskráningum í kerfinu þar sem allir aðrir MainManager ferlar byggja á þeim gögnum sem skráð eru þar. 

Mannvirkjaskrá má finna ofarlega í aðalvalmynd:

Almennt velur notandi í Staðsetningarsíu: Málaflokk, Viðfangsefni(eign) og Staðsetningu. Undir staðsetningu er staðsetningartré sem heldur utan um staðsetningu rýma, -kerfa og -opinna svæða.

Efsta þrep í Mannvirkjaskránni er Viðfangsefnaskrá - Viðfangsefni þar sem fyrsta þrep í skráningu eignar fer fram.


Málaflokkur er mikilvæg vídd í kerfinu sem notuð er til að flokka saman viðfangsefni(eignir) til að notandi geti á auðveldan hátt síað á gögn. Einnig er notendum gefinn aðgangur á vissum málaflokkum og stjórnar þar með hvaða gögn notandinn sér.


GIS kort

GIS hnit eru skráð á heimilisfang viðfangsefnis/eignar sem birtir eignina á GIS korti MainManager og býður þannig upp á grafíska framsetningu gagna. Hægt er að stofna eignir, ábendingar, verkbeiðnir svo eitthvað megi nefna beint útfrá GIS kortinu. Á einfaldan hátt er hægt að sjá hve margar ábendingar, verkbeiðnir hafa verið stofnaðar, eru opnar á eignunum og vinna með gögnin beint frá kortinu.

Eignir birtast á kortinu

 

2D-teikningar (Gagnvirkar teikningar)

2D-teikningar bjóða upp á myndrænt yfirlit yfir verkin þín, búnað og staðsetningar skipulagseininga. Litakóðar gefa gott yfirlit  á upplýsingum eignanna og tákn eru birt til að sýna hvar atvik og verkbeiðnir eru staðsett innan bygginga, hvar leigjendur eru staðsettir, tengund yfirborðs svo eitthvað sé nefnt. Notandi getur smellt á teikninguna og stofnað ábendingar, verkbeiðnir beint á teikninguna. Til að fá 2D-teikningar inn í MainManager eru CAD teikningar af eignunum lesnar inn.

Mynd sýnir 2D-hæðarteikningu sem birtir staðsetningu verkbeiðna í rýmum sem hafa verið stofnaðar

Mynd sýnir 2D-hæðarteikningu með rýmistegundum (skrifstofutými, gangur...)

 

BIM líkan

3D BIM líkön gera þér kleift að nota þrívíddarlíkan til að skoða og ferðast um eignir á sjónrænan hátt og fá yfirlit yfir hvar viðföng og verk eru staðsett í byggingunni. Líkt og í 2D-teikningum getur notandi stofnað ábendingar og verkbeiðnir beint í líkaninu


 

 

 

 


Var þessi grein gagnleg?