Tilgangur og lýsing
  • 07 Oct 2022
  • 3 Mínútur að lesa
  • Myrkur
    Ljós
  • Pdf

Tilgangur og lýsing

  • Myrkur
    Ljós
  • Pdf

Samantekt greinar

Rekstrar- og viðhaldsferlið í MainManager er öflugt tæki til að stjórna upplýsingum og kostnaði sem tengist rekstri og viðhaldi á eignum þínum. Til að hafa eignir og innviði þeirra í sínu besti ástandinu í gegnum líftíma sinn, er mikilvægt að hafa rekstrar- og viðhaldsferlið auðvelt og skiljanlegt. Að hafa aðgang að öllum upplýsingum og sögu hvers viðfangs, hjálpar þér við að taka betri ákvarðanir og skipuleggja fram í tímann. Verkbeiðnir og atvik sem skráðar eru af notendum fasteigna og öðrum hagsmunaaðilum má nýta ásamt niðurstöðum úr ástandsmati til að gera kostnaðaráætlanir. Með því að skoða fyrri verk er hægt að áætla með sífellt betri nákvæmni og leggja fyrir stjórnendur. Þegar fjárhagsáætlunin hefur verið samþykkt geta aðgerðir svo hafist.


Verkbeiðnir sem leiða til útgjalda, eru gefnar út fyrir hvert verkefni og kostnaði er úthlutað á þær. Með því móti geta verkefnisstjórar skoðað hvenær sem er hve miklum fjármunum er búið að úthluta án þess að þurfa að bíða eftir bókuðum kostnaði frá bókhaldi sem kemur oft aðeins síðar. Þetta krefur þjónustaðila um að gefa ávallt upp rétt tilboð í verk ásamt því að tilkynna og fá samþykkt ef útlit er fyrir að kostnaður muni fara fram úr upphaflegri áætlun. Bókfærður kostnaður er skráður frá bókhaldi, oftast með beinni tengingu við bókhaldskerfi. Smám saman verður til saga um rekstrar- og viðhaldskostnað einstakra byggingarhluta eða stærri hluta í eignasafninu sem hægt er að nýta sem viðmið í skipulagningu og áætlanagerð fyrir aðrar samsvarandi eignir.

Með rekstrar og viðhaldsferlinu er hægt að fá afar góða sýn yfir stöðu á hverjum tíma, áætlaðan kostnað, úthlutaðan kostnað og bókfærðan kostnað. MainManager getur tengst flestum bókhaldskerfum svo sem Agresso, Navision, Concorde, Axapta, SAP og Oracle business.


Með því að hafa sögu eignarinnar vel varðveitta þá eykur það þekkingu notenda hennar,  gerir kleift að bera saman sambærilegar eignir og er einnig nauðsynleg forsenda þess að skapa áreiðanlegar og raunhæfar framtíðaráætlanir fyrir eignina.

Til að aðstoða notendur við að viðhalda og skrá gögn um eignina hefur MainManager þróað ferli til að gera þetta á sem einfaldastan hátt, skref fyrir skref.  Í mörgum ferlum kerfisins er hægt að draga og sleppa á milli eininga sem gerir skráninguna einfalda og fljótlega


Rekstrar- og viðhaldsferlið býður upp á eftirfarandi:

  • Einingin er ætluð fyrir dagelegan rekstur bygginga, byggingarhluta, tæknikerfa og -hluta, búnaðar, lóða og annara útisvæði.
  • Ferlið heldur utan um gerð og stýringu rekstraráætlana og eftirfylgni þjónustubeiðna (villur, frávik, beiðnir, tilkynningar)
  • Ferlið býður upp á utanumhald  þjónustu fyrir bæði ytri og innri aðila.  
  • Ferlið heldur utan um þjónustusamninga, endurkvæm verk með eða án gátlista sem sendast sjálfkrafa til skilgreinda aðila til vinnslu.
  • Ferlið býður upp á skýrslur, línurit og gröf sem sýna þróun rekstrar- og viðhaldsverka sem gott er að nota sem grundvöll fyrir ákvörðunartöku verkefna. 
  • Ferlið býður uppá árangursvísa (KPI) meðal annars fyrir þjónsustusamninga 
  • Ferlið býður upp á uppsetningu á stöðluðum rekstrar- og viðhaldverkum sem skilgreind eru í svokölluðum  "Master". Þegar nýjar eignir koma inn í eignarsafnið er farið í Masterinn og rekstrar- og viðhaldsáætlun stofnuð með einu handtaki.
  • Ferlið býður upp á að notendur hafa mismunadi umboð til að stofna til kostnaðar sem sagt panta vinnu hjá ytri aðila.
  • Ferlið býður upp á að ef pöntun til ytri aðila fer yfir vissa upphæð (umboði) sendist pöntun til skilgreinds yfirmanns.
  • Ferlið býður upp á góða yfirsýn yfir mannskap verksins
  • Ferlið gefur rekstraaðila góða yfirsýn yfir ný verkefni, opin og lokuð verkefni, all á einum stað ( Verkbeiðnir)
  • Ferlið heldur utanum um sögu eigna (lóða, bygginga, hæða, rýma, tæknikerfa...) sem hafa verið framkvæmd og eru í framkvæmd og framkvæmdaraðili hefur aðgang að öllum nauðsynlegum skjölum tengd eignunum.
  • Ferlið býður upp tímaskráningu á verkbeiðnum
  • MainManager hugbúnaðurinn er skalanleg lausn sem hægt er að nota fyrir allar skjástærðir þar sem verkbeiðnir geta verið afgreiddar jafnt á spjaldtölvum sem og síma.MainManager appið býður upp á vinnslu með strikamerkjum og QR kóða í byggingum, herbergjum, tækjakerfi eða öðrum búnaði

Var þessi grein gagnleg?

What's Next