Gantt framsetning og endurkvæm verk
  • 07 Oct 2022
  • 1 Mínútur að lesa
  • Myrkur
    Ljós
  • Pdf

Gantt framsetning og endurkvæm verk

  • Myrkur
    Ljós
  • Pdf

Samantekt greinar

Áætlunarliður/verk hefur upphafs og loka dagsetningu og það er annaðhvort Stakt, sem þýðir að verkefnið er unnið jafnt og þétt yfir skilgreint tímabil, eða Endurkvæmt sem eru verk sem framkvæma á með skilgreindri tíðni t.d. einu sinni í mánuði, eða á 6 mánaða fresti o.s.frv. Gantt framsetningin gefur notenda sjónræna yfirsýn yfir tegund verksins, hvort það er stakt eða endurkvæmt, og hvenær vinna á verkið. Þegar um endurkvæm verk er að ræða birtast punktar (kallast tilvik verks) í gantt framsetningunni en þegar um stakt verk er að ræða birtist samfelldur dálkur. 

Þegar áætlunarliður er búin til úr stöðluðu verki sem er endurkvæmt,myndast tilvik verksins sjálfkrafa. Þegar áætlunarliður er búin til handvirkt getur liðið nokkur tími þangað til tilvik verks stofnast (ástæðan er að það er keyrsla í bakgrunni sem keyrir á x klst fresti). Ef notandi vill sjá tilvikin strax getur hann keyrt þar til skilgreinda aðgerð.

Með því að smella á Gantt-dálk fyrir verkið opnast gluggi þar sem hægt er að uppfæra stöðu verksins.


Skýring á táknum á verktilvikum  fyrir endurkvæm verk:

Fyrirhuguð vinna er eftir áætlun og ekki hafin
Fyrirhuguð vinna í framtíðinni
Sex verkefnatilvik eru eftir áætlun
Þrjú atilvik eru fyrirhuguð í framtíðinni og ekki hafin
Verkbeiðni hefur verið stofnuð og hægt að opna hana með að smella á táknið
Verki er lokið (í gegnum stöðuna Verklok á verkbeiðni) 
Hætt hefur verið við verkið


 Eftirfarandi gildir fyrir stakt verk:

Verkefnið er eftir áætlun og ekki byrjað
Verkefnið er í gangi og staða verkefnis er x%
Verkefni er  með stöðuna 1% (sem gerist sjálfkrafa þegar verkbeiðni er stofnuð handvirkt útfrá verki/áætlunarlið)


Stofna tilvik verks handvirkt

Ef þú ert með endurkvæmt verk sem enn hefur ekki fengið tilvik í gantt framsetningunni eða ef þú vilt breyta tíðni tilvikanna, getur þú keyrt aðgerð sem heitir " Raða niður tilvikum"

Áður en þú keyrir aðgerðina athugaðu Upphaf og Lokadagsetningu verks og hvort tíðnin sé sú sem þú vilt hafa.

Gjentakende oppgave med ingen oppgave forekomster. Frekvens skal være engang om året (i mars) fra år 2020 - 2025

Aðgerðina er hægt að nálgast með því að fara í aðgerðastikuna og velja aðgerðina Raða niður tilvikum


Sjálfgefið mun aðgerðin stofna tilvik verks fyrir valið verk en einnig er hægt að velja að uppfæra fyrir Öll verk



Var þessi grein gagnleg?