- 07 Oct 2022
- 1 Mínútur að lesa
- Prentaðu
- MyrkurLjós
- Pdf
Almennt
- Uppfært þann 07 Oct 2022
- 1 Mínútur að lesa
- Prentaðu
- MyrkurLjós
- Pdf
Stýring málaflokka
Málaflokkar eru notaðir í MainManager til að flokka eignir á einfaldan hátt. Viðfangsefni(lóð/eign) er ávallt tengt minnst einum málaflokki. Í þessu skrefi er hægt að stofna nýja málaflokka og stjórna í hvaða málaflokka eignir tengjast.
Hægt er að nota fellilistann í Málaflokkur til að sía á ákveðinn málaflokk og fá þannig upp þau viðfangsefni sem tilheyra málaflokknum. Ef enginn málaflokkur er valin birtast öll viðfangsefni.
Það eru tvær leiðir til að tengja viðfangsefni við málaflokk:
- Dragðu/slepptu viðfangsefni yfir á málaflokk (frá vinstri til hægri)
- Dragðu/slepptu málaflokki yfir á viðfangsefni (frá hægti til vinstri)
Vinstri hlið
Viðfangsefni birtast vinstra meginn á skjánum. Viðfangsefni er feitletrað ef það tengist einum eða fleirri málaflokkum og talan í sviga (1) sýnir hve mörgum málaflokkum viðfangsefnið tengist.
Með því að smella á örina (2) er hægt að sjá hvaða málaflokki viðfangsefni er tengt.
Hægri hlið
Málaflokkar birtast hægra megin. Málaflokkur er feitletraður ef að minnsta kosti eitt viðfangsefni er tengt við hann og talan í sviga sýnir hve mörg viðfangsefni eru tengd málaflokkunum.
Með því að smella á örina er hægt að sjá hvaða viðfangsefni tengjast málaflokknum.
Til að stofna málaflokk, smelltu á +hnappann (3). Skráningargluggi opnast þar sem hægt er að stofna nýjan málaflokk.