- 28 Dec 2022
- 1 Mínútur að lesa
- Prentaðu
- MyrkurLjós
- Pdf
Almennt
- Uppfært þann 28 Dec 2022
- 1 Mínútur að lesa
- Prentaðu
- MyrkurLjós
- Pdf
Almennt um ábendingar
Ábendingar geta komið frá aðilum innan fyrirtækisins eða utanaðkomandi aðilum. Misjafnt er hvernig þær eru skráðar, þ.e. hvort fólk gerir það sjálft á vefnum, notar MainManager APP, sendir tölvupóst eða hringja og aðrir (þjónustuborð) skrá ábendingu. Eftirfarandi er stutt samantekt á heildar ferlinu.
Ábendingar, óskir, tillögur og athugasemdir (líka úr skoðunum) eru skráðar í MainManager. Notendur fasteigna hafa aðgang til að skrá, skoða og fylgjast með óskum og ábendingum. Einnig er mögulegt að taka á móti ábendignum sem koma utanaðkomandi aðilum og þær skráðar. Ábendingar fá dagsetningu, nafn, númer og lýsingu og birtast í ábendingalista verkefnastjóra. Hann getur síðan stofnað verkbeiðni útfrá ábendingu, sett í áætlun næsta árs eða afgreitt strax. Sá sem sendir ábendingu getur fylgst með stöðu ábendingar, ítrekað o.fl. ef hann hefur aðgang að kerfinu. Þetta ferli gefur stjórnendum kost á að halda yfirsýn, sjá álag starfsmanna og geta gert frammistöðumat (t.d. með skýrslu sem sýnir hve langan tíma tók að meðaltali að svara slíkum málum o.fl.).
Ferlinu er skipt í tvö meginþrep, skrá og að vinna úr ábendingum. Skráning ábendingar getur átt sér stað í gegnum
- Vefinn
- Snjalltæki
- App
- Tölvupóst
- Önnur kerfi - í gegnum API MainManager
Til að skrá nýa ábendingu skaltu smella á græna plúsinn vinstra megin og opnast við það skráningargluggi til að fylla út, sjá kafla um "Skrá ábendingu"
b) Þegar ábending hefur verið skráð er hún unnin og ákvörðun tekin um hvað gera skuli við ábendinguna. Þú getur:
- Klárað ábendinguna
- Stofnað verkbeiðni
- Hætta við ábendingu
- Setja í bið
- Tengja við áætlun
Ef ákveðið er að koma ábendingu í framkvæmdu er smellt á aðgerðina "stofna verkbeiðni" sjá kafla um "Stofan verkbeiðni útfrá ábendingu"