Innlestur 2D teikninga
  • 07 Oct 2022
  • 1 Mínútur að lesa
  • Myrkur
    Ljós
  • Pdf

Innlestur 2D teikninga

  • Myrkur
    Ljós
  • Pdf

Samantekt greinar

Innflutningur frá AutoCad

Í MainManager er hægt að lesa inn póligonaðar 2D teikningar á DWG sniði  í skilgreindu ferli.  Rýmin í AutoCAD teikningunni þurfa að vera póligonuð so hægt sé að lesa þau inn í MainManager og vinna með teikningarnar. Einnig er mögulegt og mælt er með að lesa inn upplýsingar úr  AutoCAD sem innihalda upplýsingar um byggingarrými, þ.e. númer, nafn, svæði o.fl. Við innflutning inn í MainManager verður til hæðarplan ásamt byggingarrýmum og þeim upplýsingum sem nefndar eru hér að ofan. Það er hægt að setja á stillingu sem uppfærir AutoCAD teikninguna sjálfkrafa  ef upplýsingum er breytt í MainManager. Ef AutoCAD teikningu er breytt er hægt að flytja hana inn í MainManager aftur, breytingar eru skráðar og merktar í MainManager og breytingarsagan vistast.

Hægt er að setja inn lóðarteikningu með byggingum staðsettar á lóðinni. Þegar smellt er á bygginguna er hægt að velja þá hæð sem notandinn vill fara inn á og þá birtist hæðarteikninginn. Á þennan hátt er hægt að ferðast um gagnvirku 2D teikninguna og skrá ábendingar, verkbeiðnir og leita eftir ýmsum upplýsingum sem hægt er að ská á rými, kerfi o.s.frv 


2D teikning af hæð með byggingarrýmum 





Var þessi grein gagnleg?