- 10 Oct 2022
- 1 Mínútur að lesa
- Prentaðu
- MyrkurLjós
- Pdf
Samskipti
- Uppfært þann 10 Oct 2022
- 1 Mínútur að lesa
- Prentaðu
- MyrkurLjós
- Pdf
Spjallþráður - Skilaboð með tölvupósti
Aðili sem skráir ábendingu getur komið á samskiptum við þann sem á að framkvæma verkbeiðni eða öfugt. Hér er dæmi um hvernig hægt er að skrá skilaboð til aðila sem tilkynnti ábendingu.
Verkbeiðni er opnuð með því að smella á græna pennann.
Skilaboð eru skráð í skilaboða gluggann hér að neðan. Hægt er að sjá hverjir fá send skilaboð með því að draga músarbendilinn yfir svigann.
Hægt er að bæta viðtakendum við með því að skrá netfang eða (@) ef nafnið er skráð í kerfinu (dæmi: @orn) þá birtist nafnið í lista til að velja úr.
Skrifaðu skilaboð og smelltu á græna hnappinn "skrá skilaboð"
Skrá athugasemd þegar verkbeiðni er lokið
Smella á aðgerðastikuna (punktana þrjá) fyrir framan verkbeiðnina og "Ljúka beiðni"
Skrá dagsetningu, athugasemd og smella á "Framkvæma". Ath. hægt er að stilla kerfið þannig að ábending fær líka sjálfkrafa stöðuna lokið.
Staða verkbeiðninnar og ábendingar er núna með stöðuna lokið.