Gagnasvæðið - listar/dálkar
  • 31 Mar 2023
  • 2 Mínútur að lesa
  • Myrkur
    Ljós
  • Pdf

Gagnasvæðið - listar/dálkar

  • Myrkur
    Ljós
  • Pdf

Samantekt greinar

Almennar upplýsingar um gagnasvæðið

Gagnasvæðið inniheldur allar helstu upplýsingar sem notandi þarf á að halda, Sýnileg gögn stýrast á síun og flokkun líkt og greint hefur verið hér að ofan. Gögn í gagnasvæði birtast í listum eða dálkum og jafnframt eru ýmsar aðgerðir til staðar til að vinna nánar með færslur. 



Dæmi um gagnasvæði - listi yfir ábendingar


 Dálkarnir sem birtast í listanum eru háð hvernig gagnamódel hefur verið sett upp fyrir viðkomandi einingu og aðgangsheimildum viðkomandi notanda að hverjum og einum reit/dálki. 



Aðgerðarstika - Aðgerðir fyrir ofan gagnasvæðið

Aðgerðastiku er að finna vinstra megin fyrir ofan gagnasvæðið sem inniheldur þær aðgerðir sem notandi hefur aðgang að. Dæmið um aðgerðir eru innlestrar aðgerðir, skýrslur o.fl.

Fyrir miðju og fyrir ofan gagnasvæðið er hægt að sjá og stilla fjölda færslna sem birtast eiga í listanum 10, 25, 50 eða 100. Notandi þarf að vera meðvitaður um að ef hann hefur ávallt stillt á 100 færslur getur það haft áhrif á viðbragðstíma kerfisins, sérstaklega ef dálkarnir eru margir..

Dæmi um lista sem birtir 50 færslur á síðu

Til hægri fyrir ofan gagnasvæðið er möguleiki í sumum einingum að breyta birtingu gagna frá listum yfir í gantt eða dagatal. Sérstaklega í áætlunargerð býður birting gagna í  gantt góða yfirsýn yfir verkliði.  

Listi, dagatal, gantt

Aðgerðarhnappurinn lengst til hægri býður upp á myndræna framsetningu gagna á gröfum t.d. myndræna framsetningu á fjölda verkbeiðna, frammistöðumælingu o.fl.

Myndræn framsetning á ábendingum valin

Til að slökkva á grafi (myndrænni framsetningu) er smellt á "x" til hliðar við hnapp

Aðgerðastika  fyrir einstaka færslu

Fyrir hverja færslu fyrir sig er hnappur lengst til vinstri til að opna skráningarspjald. Það fer eftir notendastillingum hvort notandi geti unnið með færslu eða einungis skoðað. Notandi getur smellt á græna táknið og skráningnarspjaldið opnast.


Lesa aðgangur

Aðgerðastiku fyrir einstaka færslu er að finna í gráa hnappanum til hliðar við þann græna og fer það eftir notendahluverki hvaða aðgerðir notandi hefur aðgang að.

Breyta uppsetningu dálka í gagnasvæði

Notandi getur breytt uppröðun dálka í gagnasvæði í hverri einingu fyrir sig. Það er gert með því að smella efst í dálkinn (dálkaheitið) og draga hann á annan stað. Breytingin helst þó að notandi skráir sig út úr kerfinu.

Til að flytja dálk er dálkahaus dreginn til á annan stað innan listans

Notandi getur einnig fjarlægt dálk úr gagnasvæðinu en það er gert með þvi að hægrismella á heiti dálksins. Mögulegir dálkareitir birtast og notandi getur hakað við reiti sem hann vill bæta við eða afhakað ef hann vill að dálkur birtist ekki lengur. Í lokin verður notandi að smella á Nota breytingar til að vista valda uppsetningu.

Uppsetning lista aðlöguð með því að hægrismella á dálkahaus

Fletta til hægri

Hægt er að fletta til hægri ef það eru margir dálkar í listanum. Þetta er hægt að gera með flettistikunni neðst í listanum eða með því að ýta á músina og hreyfa hana til hægri/vinstri. Aðgerðarstikan færist ekki þrátt fyrir að notandi fletti til hægri. Heiti dálkanna helst einnig efst.

Röðun 

Hægt er að raða gögnum í flestum dálkunum (hækkandi/lækkandi). Hægra megin við dálkaheitið eru tvær örvar sem hægt er að smella á til að raða gögnum.

Ábendingalisti raðaður eftir gátorði (fault category)



Var þessi grein gagnleg?