- 12 Aug 2022
- 1 Mínútur að lesa
- Prentaðu
- MyrkurLjós
- Pdf
Staðsetja byggingahluta
- Uppfært þann 12 Aug 2022
- 1 Mínútur að lesa
- Prentaðu
- MyrkurLjós
- Pdf
Þegar búið er að stofna staðsetningar (lóð, byggingu, hæð, rými) og byggingahlutana(CCS kerfin), þá er hægt að staðsetja byggingahlutana/kerfin innan eignarinnar þ.e.a.s á tiltekna hæð, rými eða útisvæði (mælt er með að regluleg viðhaldsverk séu skilgreind á rétta staðsetningu innan byggingar þannig að verkbeiðni sem sendist út innihaldi sem nákvæmustu staðsetningu til að auðvelda vinnu framkvæmdaraðila og safna upp viðhaldssögu á rétta byggingahluta).
Þú ert staðsettur í Mannvirkjaskrá - Staðsetningar og kerfi- Staðsetja byggingarhluta
- Í staðsetningarsíunni er viðfangsefnið valið.
- Vinstri hliðin (a) sýnir byggingarstrúkturinn og tengda byggingarhluta/kerfi
- Hægri hliðin (b) sýnir byggingarhluta og tengdar hæðir, rými o.s.frv. við byggingarhlutina
Tengdu kerfi inn í rými með það að nota draga/slepptu aðgerðina (c) yfir á byggingarstrúktuinn - hægt er að fara í báðar áttir.
Þegar fjarlægja þarf tengingu á milli byggingarstrúkturs og byggingarhluta er smellt á byggingarhlutann og hann dreginn í ruslið(d) efst í listanum. Ruslið birtist aðeins þegar smellt er á byggingarhluta og hann dreginn til og þá er hægt að draga hann í ruslið.