- 12 Aug 2022
- 1 Mínútur að lesa
- Prentaðu
- MyrkurLjós
- Pdf
Eignaskráning
- Uppfært þann 12 Aug 2022
- 1 Mínútur að lesa
- Prentaðu
- MyrkurLjós
- Pdf
Eignaskráning
Skráning eigna er möguleg bæði handvirkt eða með því að lesa inn gögn úr -Excel, -AutoCAD, -BIM eða úr öðrum utanaðkomandi gagnagrunnum.
Eftirfarandi skref beinist að grunnskráningu þar sem eftirfarandi hugtök eru notuð í MainManager:
- Lóð
- Byggingar
- Hæðir
- Rými
- Opin svæði
Til vinstri má sjá staðsetningarviðföng í tré. Til hægri má sjá staðsetningartegundir (skilgreint í Flokkunarkerfi). Hér að neðan er því lýst hvernig hægt er að skrá með draga / sleppa aðferðinni. Athugið að fyrir ofan vinstra tréð eru einnig til fleiri aðgerðir til að búa til gögn í eignaskráningu.
Til að byrja með verður lóð að vera skráð, lóð er lykil þáttur í grunnskráningunni. Til að nýskrá lóð er byrjað á að velja lóðarflokk sem lóðin á að tilheyra (getur síðar tengst fleiri lóðarflokkum) og smellið á plús hnappinn.
Viðeigandi upplýsingar eru skráðar í skráningarglugga og valið vista. Lóð er þar með stofnuð með tengingu við lóðarflokk.
Eftir það getur notandinn valið lóðina (1) í fellilistanum (staðsetningar sía) og byrjað að draga tegundir viðfangs frá hægri hlið (2) til vinstri til að búa til byggingar, hæðir og rými (3). Fjöldi viðfanga sem á að stofna er slegin inn hverju sinni. Tilbúin viðföng birtast fyrst með rauðum lit í vinstra trénu.
T.d. Ef búa á til rými á hæð sem nú þegar er til, þá er hæðin valin í vinstra tré. Tegundatréð hægra megin breytist þá og sýnir bara rýmistýpur. Rýmistýpan er þá dregin til vinstri á hæðina og þar með stofnast rými á hæðinni.