Uppbygging skipulagseiningartrés
  • 07 Oct 2022
  • 1 Mínútur að lesa
  • Myrkur
    Ljós
  • Pdf

Uppbygging skipulagseiningartrés

  • Myrkur
    Ljós
  • Pdf

Samantekt greinar

Almennt

Skipulagseining er samheiti yfir fyrirtæki, svið, deildir, starfsmenn sem kerfið heldur utan um. Hér getur verið um að ræða fyrirtæki, svið innan fyrirtækja, deildir eða vinnuhópa sem nauðsynlegt er að halda utan um með einhverjum hætti. Þessi eining heldur einnig utan um  notendur MainManager.

Allir aðilar sem hafa hlutverk innan MainManager þurfa að tilheyra skipulagseiningu þar sem allur notendaaðgangur MainManager er tengdur skipulagseiningum með einum eða öðrum hætti. Þetta gildi fyrir alla aðila, bæði innri og ytri.
 

Til að hefja notkun á MainManager er í öllum tilfellum nauðsynlegt að setja upp fyrirtæki. Í sumum tilvikum er nóg að setja aðeins upp fyrirtækið sem vinnur með kerfið en oftast þarf að setja upp og skrá þjónustuaðila. Það fer svo eftir verkefnum hvort þurfi að stofna allt fyrirtækið og alla starfsmenn eða einungis hluta þeirra.

Hér má sjá hvernig uppbygging skipulagseininga lítur út í MainManager:


Í skrefinu 1. Skipulagseiningar-Uppbygging skipulagseiningartrés er verið að stofna/tengja aðila inn í skipulagstré fyrirtækis þannig að þeir verði starfsmenn viss fyrirtækis, á vissu sviðið eða deild. Hér er einnig hægt að stofna og viðhalda skipuriti fyrirtækis, en athugið að ef MainManager er með samþættingu við ytra skipulagskerfi (starfsmannakerfi) uppfærist allt sjálfkrafa.

Þegar starfsmaður er stofnaður í vissu fyrirtæki, skipulagseiningu fær hann sjálfkrafa réttindi eignasafn sem tengist fyrirtækinu.

Með því að draga starfsmann frá hægri hlið yfir á fyrirtæki á vinstri hlið tengir þú starfsmann við fyrirtæki. Einnig er hægt að draga fyrirtæki yfir á starfsmann, gildir í báðar áttir.

Vinstri hlið

Hér eru allar skipulagseiningar / fyriræki sem skráð eru í MainManager listaðar upp og starfsmenn þeirra. 

2. Notandi getur smellt á píluna fyrir framan skipulagseininguna til að sjá nánari uppbyggingu skipulagstrés og starfsmenn þess.

3. Þegar skipulagseining / fyrirtæki er stofnað er smellt á + hnappann á vinstri hlið.


Hægri hlið

Hér eru allir aðilar/starfsmenn sem skráðir eru í MainManager listaðir upp. 

4. Ef starfsmaður er tengdur fyrirtæki er nafnið feitletrað og hægt er að smella á píluna og fyrirækið sem starfsmaður tengist birtist. 

     Athugið að ef starfsmaður er ekki tengdur neinu fyrirtæki þá mun hann ekki hafa aðgang að neinu eignum í kerfinu.

5. Til að stofna starfsmann smelltu á + hnappinn á hægri hlið.


Myndband




Var þessi grein gagnleg?

What's Next