Aðgangur að málaflokkum
  • 07 Oct 2022
  • 1 Mínútur að lesa
  • Myrkur
    Ljós
  • Pdf

Aðgangur að málaflokkum

  • Myrkur
    Ljós
  • Pdf

Samantekt greinar

Almennt

Í þessu skrefi er skipulagseiningum (fyrirtæki, svið, deild, skrifstofur), notendum gefinn aðgangur að málaflokkum og eignum(viðfangsefnum). 

Ef skipulagseiningu er veittur aðgangur að málaflokki, sjá allir notendur þeirrar skipulagseiningar allar þær eignir (viðfangsefni) sem eru skilgreindar í þeim málaflokki. Hægt er að veita vissu sviði, deild,skrifstofu t.d. aðgang að vissum málaflokki og öðru sviði aðgang að öðrum málaflokki.

Einnig er hægt að veita skipulagseiningu aðgang beint á eignir (viðfangsefni) og einnig notanda beint á viðfangsefni. Hafa verður í huga að þetta gæti þýtt meiri vinnu við að gefa notendum aðgang að kerfinu.


Það eru tvær leiðir til að veita skipulagseiningu aðgang að málaflokki:

  • Dragðu/slepptu skipulagseiningu / notanda yfir á málaflokk (frá vinstri til hægri)
  • Dragðu/slepptu málaflokk yfir á skipulagseinigu / notanda (frá hægti til vinstri)

Vinstri hlið

Skipulagseiningar (skipurit) birtast vinstra meginn á skjánum. Skipulagseining er feitletruð  ef hún tengist einum eða fleirri málaflokkum og talan í sviga (1) sýnir hve mörgum málaflokkum skipulagseiningin tengist. 

Með því að smella á örina (2) er hægt að sjá málaflokkana sem skipulagseiningin hefur aðgang að.

Í hægri síunni getur notandi valið í fellilista á milli Fyrirtækja og vinnuhópa tré og Aðilar/notendur (3). Þegar Aðilar/notendur er valinn þá breytast gögnin á vinstri hliðinni og sýnir hvaða aðgang notandi hefur að málaflokkum og viðfangsefnum.

Hægri hlið

Málaflokkar birtast hægra megin. Málaflokkur er feitletraður ef að minnsta kosti ein skipulagseining er tengd við hann og talan í sviga sýnir hve margar skipulagseiningar eru tengdar málaflokkunum.

Með því að smella á örina er hægt að sjá hvaða skipulagseining tengjist málaflokknum.


Til að stofna málaflokk, smelltu á +hnappann (4). Skráningargluggi opnast þar sem hægt er að stofna nýjan málaflokk.


Myndband



Var þessi grein gagnleg?