Lýsing ferils
  • 07 Oct 2022
  • 1 Mínútur að lesa
  • Myrkur
    Ljós
  • Pdf

Lýsing ferils

  • Myrkur
    Ljós
  • Pdf

Samantekt greinar

Almennt


Rekstrar- og viðhaldsferlið í MainManager inniheldur nokkrar einingar og skref:


An overview of the steps in Operation and maintenance process

Viðhaldsatvik : Inniheldur öll viðhaldsatvik sem skráð eru i gegnum viðhaldsskoðanir bygginga. Útfrá viðhaldsatvikum er hægt að skrá viðhaldsverkefni sem birtast í Áætlunargerð.


Stöðluð verk : er safn staðlaðra rekstrar- og viðhaldsverkefna. í þessari einingu getur þú stofnað stöðluð verk sem þú getur notað fyrir eignarsafnið og í einingunni Áæltunargerði getur þú búið til verkefnaáætlun fyrir hverja byggingu fyrir sig útfrá stöðluðum verkum á fljótan og einfaldan hátt.


Áætlunargerð : hér getur þú stofnað öll rekstrar- og viðhaldsverkefni eigna, bæði einkvæmd og endurkvæm verk.  Endurkvæm verk eru verk sem eiga að framkvæmast oftar en einu sinni og eru stofnuð með skilgreindri tíðni. í þessari einingu sérðu einnig öll þau verk sem hafa verið stofnuð útfrá viðhaldsatvikum, almennum atvikum og stöðluðum verkum. í áæltunargerðinni skipuleggur þú verkefnin hvenær á að fara í verkliðina, áætlar kostnað og mannskap. Næsta skref er að samþykkja áætlunarliði og við það birtist þeir í Verkstýringu.


Verkstýring : birtir þau verk sem hafa verið samþykkt í Áætlunargerð. Í þessari einingu er notandi að stofna verkbeiðnir og senda til þjónustuaðila og fylgjast með kostnaði verks ásamt tíma sem hefur verið skráður á verkið. 


Atvik : Listi atvika sem koma frá Þjónustuborði. Hægt er að stofna áætlunarlið útfrá atviki sem fer inn í Áætlunargerð eða ef framkvæma þarf atvikið strax, stofan verkbeiðni og senda til þjónustuaðila.


Verkbeiðni : er pöntun/beiðni um að framkvæma vissa vinnu og er hægt að senda verkbeiðni bæði til innri og ytri aðila (þjónustuaðila). Verkbeiðnir geta stofnast skjálfkrafa ef verk hefur verið stofnað sem endurkvæmt verk. Oft er um að ræða reglubundnar skoðanir á ýmsum tegundum eigna (byggingum, byggingarhlutum, tækjabúnaði svo sem lyftum o.f.) Verkbeiðnir eru einnig stofnaðar handvirkt þegar við á.


Þjónustusamningar: Utanumhald yfir þjónustusamninga, sýnir stöðu samninga, reglulegar greiðslur, skjöl, byrjunar og lokadagsetningu. 


Eftirfarandi skýringarmynd sýnir þau skref sem eiga sér stað í daglegu rekstrar- og viðhaldsumhverfi ásamt hagsmunaaðilum.


Flow diagram on Operation process using MainManager



Var þessi grein gagnleg?