- 30 Mar 2023
- 2 Mínútur að lesa
- Prentaðu
- MyrkurLjós
- Pdf
Úrvinnsla á staðsetningarhlutum
- Uppfært þann 30 Mar 2023
- 2 Mínútur að lesa
- Prentaðu
- MyrkurLjós
- Pdf
Úrvinnsla á staðsetningarhlutum
Í þessu skrefi er hægt að forvinna og staðfesta þær staðsetningar sem koma úr BIM líkaninu og eftir það er hægt að nota það til að búa til/uppfæra staðsetningar í MainManager í samræmi við þá uppsetningu.
Notandinn gerir eftirfarandi hér:
Keyrir aðgerðina <Forvinna og staðfesta staðsetningarhluti úr BIM líkani>
Tilgangur:
Með þessari aðgerð eru BIM hlutirnir sem finnast í líkaninu forunnir til að athuga hvort hægt sé að nota þá til að búa til staðsetningar í MainManager og hvort þeir séu með réttu sniði. Nauðsynlegt er að búin sé til vörpunarskilgreining svo aðgerðin viti hvaða eiginleikar í líkaninu eru notaðir til að skilgreina staðsetningar.
Ef vörpunarsettið krefst þess mun aðgerðin skoða auðkenninguna sem er skráð á staðsetningarhlutina úr líkaninu og hvort þeir séu í lagi samkvæmt skilgreiningu MainManager. Þeir sem eru ekki í lagi eru merktir sérstaklega í trénu vinstra megin (þ.e. ef innflutningur er með vörpunarskilgreiningu sem krefst þess að staðsetningarauðkenni sé skráð í líkanið).
Framkvæmd:
- Smelltu á aðgerðaval > Forvinna og staðfesta staðsetningarhluti úr BIM líkani
- Veldu vörpunarskilgreiningu sem aðgerðin á að nota
- Smelltu á Framkvæma
Notandinn getur séð hvernig hlutir hafa verið forunnir miðað við vörpunarskilgreininguna sem valin var með því að opna BIM hlutinn og skoða upplýsingar forvinnslu:
Ef staðsetningarstrúktúr er að einhverju leiti þegar til á viðfangsefninu (til dæmis að byggingin hefur þegar verið skráð með hæðum) getur notandinn í þessu skrefi tengt staðsetningarhlutina úr BIM líkaninu við núverandi staðsetningar í MainManager. Það er gert með því að draga hlutina frá hægri til vinstri og sleppa þeim á réttan stað (eða öfugt).
Úrvinnsla á hlutum sem skarast
Tilgangur:
Þessi aðgerð sendir fyrirspurn inn í líkanið um alla <IfcSpace> hluti til að sjá hvernig þeir skarast saman. Niðurstaðan er geymd í <BIM Element Intersect> töflunni (undir BIM Element). Aðgerðin er aðgengileg í gegnum BIM sýn og mun keyra í bakgrunni. Þegar aðgerðinni er lokið munu birtast skilaboð um það.
Framkvæmd:
- Veldu aðgerðina <Úrvinnsla á hlutum sem skarast>
- Smelltu á “OK” til að ræsa aðgerð
- Þú færð skilaboð þegar aðgerð er lokið
Síðar í ferlinu, þegar búið er að búa til kerfin, þá er hægt að staðsetja þau inn í rétt rými samkvæmt þessari úrvinnslu á skörun
Later in the process, when the systems have been created, it is possible to locate them in the right building spaces according to this intersection.
Skrá/Uppfæra staðsetningastrúktúr frá BIM líkani
Tilgangur:
Þessi aðgerð býr til (eða uppfærir) staðsetningar út frá BIM hlutum í líkani. Til að þetta sé mögulegt þarf fyrst að keyra aðgerðina sem forvinnur BIM hlutina til að athuga hvort þeir séu á réttu sniði til að búa til staðsetningar. Nauðsynlegt er að búin sé til vörpunarskilgreining (einnig notuð í forvinnslu) sem skilgreinir hvaða eigindi úr líkaninu eru notuð til að búa til staðsetningar.
Áður en aðgerðin er keyrð eru BIM staðsetningarhlutirnir sýnilegir í hægra trénu. Það ætti að gefa dæmi um hvernig staðsetningarstrúktúrinn (byggingar, hæðir og rými) munu líta út eftir að skráningu er lokið. Eftir að aðgerðin hefur verið keyrð verða raunveruleg staðsetningarviðföng í MainManager sýnileg í vinstra trénu og í hægra trénu munu táknin breytast og BIM hlutirnir sem raunverulega búa til staðsetningu eru tengdir þeirri staðsetningu verða feitletraðir.
Framkvæmd:
- Smelltu <Stofna/uppfæra staðsetningar frá BIM líkani>
- Veldu byggingarnar sem eiga að stofnast frá líkaninu (og þrepin þar fyrir neðan)
- Smelltu á Framkvæma (eða Keyra í bakgrunni)
Þegar búið er að stofna staðsetningastrúktúrinn í MainManager þá er næsta skref að búa til byggingahlutana (kerfin) frá BIM líkaninu.