Sniðmát
  • 12 Aug 2022
  • 1 Mínútur að lesa
  • Myrkur
    Ljós
  • Pdf

Sniðmát

  • Myrkur
    Ljós
  • Pdf

Samantekt greinar

Sniðmát eru notuð til að auðvelda notandanum aðgang að gögnum sem hann vinnur oft með. Sniðmát getur vistað uppsetningu í síunni, listanum, flokkun, staðsetningu og myndræna birtingu gagna s.s birtingu korts, 2D-teikninga eða BIM líkön.

Notandi getur búið til sitt eigin sniðmát eins og til að mynda ákveðna síun á verkbeiðnir með stöðuna í vinnslu og ákveðna uppsetningu á listanum/dálkunum í gagnasvæðinu. Notandi getur þess vegna útbúið nokkur sniðmát.

Hefðbundinn notandi getur útbúið Persónulegt sniðmát en Admin notandi getur útbúið Almennt sniðmát sem fleiri en einn notandi getur notað. 

Hægt er að nota sniðmátin til að senda skýrslur til skilgreindra aðila og einnig er hægt að láta þær sendast út sjálfkrafa t.d. 1x í viku, mánuði o.s.frv.


Skrá sniðmát

Dæmi um að útbúa sniðmát sem sýnir allar verkbeiðnir með stöðuna Stofnað  

  1. Notandi fer inn reitinn Sía 
  2. Hakar í reitinn í síunni Stofnað

3. Notandi smellir á Sniðmát og 

4. + Skrá sniðmát




5. Skráningargluggi birtist þar sem notandi gefur sniðmátinu nafn: Hér er því gefið nafnið Mitt sniðmát

6. Hakað er í  Persónulegt

7. Vista

Admin notandi er með aðgang til að velja Almennt sniðmát en ekki hinn hefðbundni notandi.


Nota sniðmát

Þegar notandi vill nota sniðmát sem hefur verið stofnað smellir hann  á 

1. Sniðmát

2. Mitt sniðmát

Skilgreind gögn sniðmátsins birtast í gagnasvæðinu.


Opna skýrslu í Excel

Hægt er að opna skýrslu sniðmáts í Excel og er það gert með því að smella á táknið hér að neðan.


Eyða sniðmáti

Ef notandi vill eyða sniðmáti gerir hann það með því að fara í tákn ruslatunnunnar 


Breyta sniðmáti

Þá er farið í táknið penni


Senda skýrslu til notendahlutverks

Ekki allir notendur eru með aðgang að þessu skrefi, í flestum tilfellum bara Admin notandi.

Mögulegt er að senda skýrslu útfrá sniðmáti til viss notendahóps með því að smella á táknið hér að neðan og notendahlutverk valið.


Senda sjálfkrafa skýrslu 

Ekki allir notendur eru með aðgang að þessu skrefi, í flestum tilfellum bara Admin notandi.

Mögulegt er að láta MainMaanger senda skýrslu útfrá sniðmáti til vissra notenda á skilgreindum tíma með því að smella á táknið hér að neðan

 


Eftirfarandi gluggi opnast þar sem 

1. smellt er á + hnappinn

2. Tíðni og Tímabil valið

3. í lokin er smellt á Vista



Var þessi grein gagnleg?