- 28 Dec 2022
- 3 Mínútur að lesa
- Prentaðu
- MyrkurLjós
- Pdf
Staða á tilvikum verka
- Uppfært þann 28 Dec 2022
- 3 Mínútur að lesa
- Prentaðu
- MyrkurLjós
- Pdf
Staða á tilvikum verka (vs. staða á verkbeiðnum)
Þegar horft er á endurkvæm verk, þá munu þau hafa það sem kallað er tilvik verks og lýst hefur verið hér í annarri grein.
Þessi tilvik verks fá ákveðna stöðu sem er óháð stöðu verkbeiðnarinnar sem stofnuð er út frá tilvikinu. Aftur á móti er annar stöðudálkur (reitur) sem einnig er sýnilegur í Gantt yfirliti og endurspeglar að hluta hvernig framvinda tilviksins er í gegnum verkbeiðnina. Litir og/eða tákn eru notuð til að sýna þetta myndrænt en hafa skal þó í huga að það er ekki í fullkomnu samræmi við stöðu verkbeiðnarinnar sem stofnað er út frá tilvikinu.
Eins og áður hefur verið lýst, mun tilvik verks vera stofnað út frá tíðni verksins og þegar dagsetning hvers tilviks rennur upp mun (oftast) verkbeiðni stofnast með sjálfvirkri aðgerð. Hvert tilvik fær dagsetningu og stöðu.
Tilvik verks getur haft eftirfarandi stöður (vinstri dálkur á mynd hér að ofan) Áætlað, Hófst, Lokið og Hætt við. Hér er hverjum þeirra lýst á eftirfarandi hátt:
Tilvik verks mun verða í stöðunni Áætlað þegar það er búið til.
Ef dagsetning er fram í tímann, þá mun tilvikið fá gulan lit.
Ef dagsetning er liðin, mun stöðudálkurinn hægra megin sýna rauðan lit og textinn segja að tilvikið sé á eftir áætlun. Þetta gerist ef tilvikið hefur ekki verið sett af stað.
Þessi litur mun jafnframt verða endurspeglaður í Gantt sýn í lista yfir verk.
Ef/þegar áætlað tilvik verks er sett af stað þá mun verkbeiðni stofnast út frá því með sömu upphafsdagsetningu og dagsetning tilviksins. Oftast gerist þetta með sjálfvirkri aðgerð sem stofnar verkbeiðnirnar þegar við á út frá skilgreiningu á verkinu.
Tilvik verks fer í stöðuna Hófst þegar búið er að ræsa tilvikið (handvirkt eða með sjálfvirkri aðgerð).
Staða tilviksins í hægri dálkinum er sýndur með ljósgrænum lit og texta sem vísar í verkbeiðnanúmer. Í Gantt listanum má sjá þessi tilvik með gráu skiptilykla tákni.
Tilvik verks fær stöðuna Lokið þegar búið er að ljúka verkbeiðni sem stofnað var út frá því.
Athugið að eini möguleikinn til að ljúka tilviki verks er á þennan hátt þ.e. að ljúka verkbeiðninni sem stofnuð er út frá því. Þegar þetta gerist er stöðunni (vinstra megin) breytt og þetta er jafnframt endurspeglað í Gantt sýn með grænum lit. Einnig skal nefna að þó stöðu verkbeiðnar sé breytt eftir á í einhverja aðra stöðu þá mun það ekki breyta stöðu tilviksins aftur til baka (að undanskildu ef verkbeiðnin er sett í stöðuna Hætt við)
Tilvik verks fær stöðuna Hætt við þegar hætt er við það handvirkt eða í gegnum verkbeiðni.
Á tilvik verks er hægt að keyra aðgerð til að hætta við það áður en það er sett af stað. Þá mun staðan verða sýnd með gráum lit og taka skal eftir því að hér er engin verkbeiðni tengd við tilvikið. Hægt er að endurvekja tilvikið með því að keyra aðgerðina Vekja tilvik verks.
Hér er tilvik verks sem búið er að setja af stað og tengja við verkbeiðni en stöðu hennar hefur verið breytt í Hætt við. Þá verður liturinn grár í listanum og í Gantt yfirliti. Athugið að þessari stöðu er ekki breytt aftur til baka þó stöðu verkbeiðnar sé breytt (nema ef henni er lokið).
Gantt yfirlit
Staða hvers tilviks er endurspegluð í Gantt yfirliti í lista yfir verk, bæði í áætlanagerð og verkstýringu eins og lýst er hér að ofan. Þegar mörgum tilvikum er þjappað saman inn í einn dálk þá er litur og tákn birt og fjöldatala tilvika sýnd innan tímabilsins/dálksins. Athugið að Gantt yfirlitið sýnir stöðu tilviksins en ekki verkbeiðnanna og jafnframt að ef einhverjar verkbeiðnir eru stofnaðar handvirkt út frá verkinu sjálfu (ekki út frá tilviki) þá sést það ekki í yfirlitinu. Tilvik verka geta verið flutt til í tíma með því að breyta dagsetingum á þeim eins og hentar, en það skal þó gera áður en tilvikið er ræst.