- 07 Oct 2022
- 1 Mínútur að lesa
- Prentaðu
- MyrkurLjós
- Pdf
Notendur og notendahluverk
- Uppfært þann 07 Oct 2022
- 1 Mínútur að lesa
- Prentaðu
- MyrkurLjós
- Pdf
Almennt
Í þessari einingu er hægt að stofna starfsmenn, notendur og notendahlutverk. Hér er einnig stjórnað hvort starfsmaður eigi að fá aðgang að kerfinu s.s. hvort hann eigi að vera notandi og þá hvaða notendahlutverk hann eigi að vera með.
Til að notandi geti skráð sig inn í MainManager þarf hann að tilheyra ákveðnu notendahlutverki. Notendahlutverk halda utan um hvaða einingar notandinn sér í MainManager og hvaða aðgang hann hefur að ýmsum aðgerðum og skráningarspjöldum, til að mynda hvort hann hafi skráningaraðgang eða einungis les aðgang. Notendahlutverkið ákveður þar með sýn og notkunarmöguleika notandans. Notandi getur einungis tilheyrt einu notendahluverki á sama tíma.
ATHUGIÐ: notendahluverk ákvarða ekki aðgang notandans að eignasafninu (málaflokkum, viðfangsefnum), því er stjórnað í gegnum skipulagseiningar (Aðgangur að málaflokkum)
Til að veita einstaklingi aðgang að MainManager eða skipta út notendahluverki eftir að búið er að stofna hann í kerfinu, er það gert með því að draga einstakling frá vinstri hlið yfir til notendahluverks á hægri hlið. Einstaklingar sem eru ekki með notendahluverk á sér er að finna undir Vantar notendahluverk.
Vinstri hlið
Til að stofna nýjan notenda, smelltu á + hnappinn og skráningarspjald opnast sem fylla þarf út.
Mikilvægustu reitirnir eru:
- Nafn/Heiti
- Skipulag: Í hvaða skipulagseiningu/fyrirtæki notandinn er staðsettur.
- Netfang
- Er notandi: Verður að haka í þennan reit ef notendi á að gera skráð sig inn í kerfið. Ef hakað er í þennan reit verður einnig að tengja hann við notendahluverk.
- Notendanafn: Sláðu inn notendanafn( ef notandi á að hafa aðgang að MainManager Appinu, má notendanafn ekki innihalda séríslenska stafi eða sérstafi í öðrum tunugmálum Þ, Ð, Í, Á, Æ, Ø, Å o.s.frv.).
- Lykilorð: Sláðu inn lykilorð (getur ekki bara verið númer og ekki nota séríslenska stafi Þ, Ð, Í, Á, Æ, Ø, Å o.s.frv. )
- Tungumál: Velja tungumál kerfisins.
- Notendahluverk: Verður að vera valið til að fá aðgang.
Hægri hlið
Á hægri hlið eru listuð upp öll notendahluverk í kerfinu. Notendahluverk er feitletrað ef það er tengt einum eða fleiri notendum og í sviga kemur fram fjöldi notenda sem eru tengdir við notendahluverkið.
1. Með því að smella á örina fyrir framan notendahluverkið birtast þeir notendur sem eru tengdir notendahluverkinu