Skráningarspjald
  • 07 Oct 2022
  • 3 Mínútur að lesa
  • Myrkur
    Ljós
  • Pdf

Skráningarspjald

  • Myrkur
    Ljós
  • Pdf

Samantekt greinar

Almennar upplýsingar um skráningarspjald

Skráningarspjöld eru mismunandi eftir ferlum og einingum, en það eru nokkur atriði sem eru eins sem við förum hér yfir.

Skráningarspjald opnast þegar notandi skráir nýja færslu með því að smella á + hnappinn og þegar notandi opnar færslu sem er til staðar (grænn hnappur með penna) til að skoða eða bæta við upplýsingum. Skráningarspjald er auðþekkjanlegt á græna litnum og staðsetningu beint fyrir framan færslu eða + hnappurinn til vinstri fyrir ofan gagnasvæðið.

Plúshnappur (ný færsla) og Breyta hnappur (færsla sem þegar er til) 

Dæmi um skráningarglugga - Viðfangsefni í "Breyta" ham

Efst í skráningarspjaldi eru almennar upplýsingar um færsluna.

Í efra hægri horni skráningarspjaldsins eru í flestum tilfellum tveir hnappar - spurningarmerki sem gefur aðgang að skjölun og "x"til að loka spjaldi (án þessa að vista).

Skjölun og Loka færslu 

Skilyrtur reitur

Skilyrtur reitur

 Þegar eftirfarandi tákn birtist fyrir ofan reit er skilyrt að fylla hann út. Ef notandi reynir að vista skráningu án þess að fylla inn í skilyrtan reit birtist skilaboð sem lætur notanda vita að hann þarf að fylla út reitinn annars er ekki hægt að vista skráningu.

Skráningarmöguleikar

Möguleikar við vistun færslu


Þegar bæta eða breyta þarf við upplýsingum í skráningarspjaldi eru fleiri möguleikar til að vista færslu en vista og loka skráningarspjaldi. Með því að ýta á örina við hliðina á  hnappnum Vista, birtast eftirfarandi möguleikar: 

Vista og nýskrá

Þessi möguleiki er mjög hentugur þegar notandi hyggst skrá margar færslur í röð. Þá getur hann smellt hér, færslan vistast og nýskráningarspjald opnast strax aftur. Í einhverjum tilvikum munu upplýsingar haldast inni í spjaldinu frá fyrri skráningu en aðrar eru hreinsaðar út.

Vista og halda áfram

Þessi möguleiki er handhægur þegar notandi vill halda áfram að vinna með þá færslu sem hann er búinn að stofna og ekki er hægt að gera í nýskráningarham. Spjaldið helst opið eftir að færslan er vistuð og þá er hægt að vinna með tengd gögn (undirgögn) o.fl. háð því í hvaða einingu notandinn er staðsettur. 

Vista og loka spjaldi

Þessi möguleiki skráir færsluna og lokar spjaldinu. Þetta er sjálfgefið val á hnappnum. 

Undirgögn

Fyrir færslur sem búið er að stofna er mjög oft möguleiki á að skrá einhver tengd undirgögn svo sem skjöl. Þessi gögn eru listuð upp hér og fjöldi birtist í sviga. Dæmi um önnur undirgögn eru t.d. atvik í eftirfylgni (á verkbeiðni), rými (á hæð) o.fl. Til að skoða viðkomandi færslur er smellt á hverja línu fyrir sig og færslurnar birtast þá í aðalsvæði spjaldsins. 

Example from sub data on building

Birtingar

Í sumum tilfellum getur skráningarglugginn haft fleiri en eina birtingu sem hægt er að velja á milli í hægri hlið spjaldsins. Birting er gerð til að afmarka sérstaklega einhverjar frekari upplýsingar sem skráðar eru á færsluna. Dæmi um birtingu eru upplýsingar um ræstingar á rými í spjaldi hvers rýmis. 

Example from a window with two views

Sniðmát

Sniðmát í spjaldi gerir þér auðveldara að skrá margar færslur á sama hátt í viðkomandi einingu. Eftir að þú hefur einu sinni gert val í reitum spjaldsins (í nýskráningarham) og þarft að nota sama val síðar, getur þú vistað nýtt sniðmát. Sniðmátin birtast til hægri í spjaldinu og þú getur jafnframt eytt þeim sem þú hefur búið til áður. 

Templates saved in WO window

Til að vista nýtt sniðmát smellir þú á  Bæta við þegar þú hefur valið og skráð upplýsingar inn í alla þá reiti sem þú vilt vista inn í sniðmátið. Persónulegt sniðmát er aðeins sýnilegt þér en Almennt mun vera aðgengilegt fyrir alla notendur sem hafa aðgang að einingunni. 

Ef notandi smellir á sniðmát frá hægri hlið, þá mun spjaldið fylla út í þá reiti sem sniðmátið inniheldur. 

Til að eyða sniðmáti smellir þú á ruslatunnuna til hliðar við það sniðmát sem þú vilt eyða. 

Saga

Neðst í öllum skráningargluggum (eftir að færsla er skráð) er takki til að Sýna/Fela sögu viðkomandi færslu. Ef smellt er á mun notandi geta lesið hvenær færslunni var breytt o.fl. og af hvaða notanda. 


History log for a record

 




Var þessi grein gagnleg?

What's Next